fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Árásin í Eyjum: Lögregla gat ekki sinnt konunni vegna anna

Meintur árásarmaður í gæsluvarðhaldi fram á laugardag – Konan var afmynduð í andliti

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 21. september 2016 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæpum 40 mínútum áður en tilkynning barst í gegnum neyðarlínuna um slasaðan konu sem lægi nakinn og með höfuðáverka í Vestmanneyjum aðfaranótt sunnudags barst lögreglunni í Vestmanneyjum önnur tilkynning.

Hún var frá veitingamanni í bænum sem tilkynnti átök á milli tveggja einstaklinga fyrir framan veitingastaðinn. Vegna anna lögreglu í Vestmanneyjum var ekki hægt að sinna fyrra útkallinu. Tæpum 40 mínútum síðar var tilkynnt um konuna þar sem hún lá illa slösuð.

Með mikla áverka

Þetta kemur fram í greinagerð lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vegna hrottalegrar árásar á konu á fimmtugsaldri í Eyjum aðfaranótt sunnudags. Fyrri tilkynningin barst klukkan 04:39 en sú seinni klukkan 05:13. Hæstiréttur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 24. september en áður hafði héraðsdómur hafnað kröfu lögreglu um að maðurinn skyldi sæta varðhaldi.

Við komu lögreglu á vettvang var verið að að hlúa að nakinni konu á götunni. Konan var með mikla áverka í andliti og lágu föt hennar þar hjá. Konan var í framhaldinu flutt á Heilbrigðisstofnunina í Vestmannaeyjum til aðhlynningar.

Vitnið kvaðst hafa séð mann, dökkklæddan og reykjandi, ganga í burtu þegar tilkynnanda bar að. Klukkan 05:45 fór lögregla að heimili kærða og hitti fyrir sambýliskonu hans sem greindi lögreglu frá því að hann hefði komið heim stuttu áður. Hinn grunaði var í framhaldinu handtekinn á heimili sínu vegna gruns um aðild að líkamsárásinni.

„Kærði kannaðist við að hafa átt í átökum við kvenmann fyrir utan […], hún hafi ætlað að valda þar skemmdum og því hefði hann tekið hana niður,“ segir í greinagerðinni en mörg vitni eru að samskiptum brotaþola og kærða umrætt kvöld. Þar segist til dæmis eitt vitni hafa séð kærða kvelja brotaþola.

Myndbandsupptaka sýnir átök

Í myndbandsupptökum sést hvar kærði og brotaþoli eiga í átökum fyrir utan umræddan veitingastað. Þar má sjá hvar maðurinn taki konuna taki og ýti henni henni niður tröppur við inngang staðarins þar sem þau hafi verið í hvarfi frá myndavélinni í um það bil 9 mínútur. Þá komi nokkurra sekúndna skemmd í myndbandið, en síðan sjáist þegar hurð við inngang staðarins lokast, sakborningur gengur í burtu, mígur upp við vegg og gengur í austur inn […].“

Líkt og áður hefur komið fram var konan send með þyrlu á Landspítalann vegna alvarlegra áverka. Þar átti einnig að gera réttarlæknisfræðilega skoðun á henni sem hafi verið blóðug um kynfæri. Hafi læknirinn einnig talið að sparkað hafi verið í höfuð konunnar miðað við þá áverka sem hún hafði í andliti.

Í greinagerðinni segir að illa hafi gengið að fá frásögn konunnar sem liggur á sjúkrahúsi. Hún hefur fram til þessa neitað að gerð verði á henni réttarlæknisfræðileg skoðun.

Gaf óljósa sögu

Lögreglustjóri vísar til áverkavottorðs læknis, sem tekið hafi á móti konunni, um að hún hafi verið köld og í annarlegu ástandi. Hún hafi verið aggiteruð, gefið mjög óljósa sögu, hafi hreyft alla útlimi, skolfið af kulda, en þar sem hún hafi verið ósamvinnuþýð hafi ekki tekist að mæla hjá henni hita.

Strax hafi verið byrjað að hita brotaþola og verkjastilla, og róa með morfíni og stesolid. Hiti hafi þá mælst 35,3 gráður. Dælt hafi verið í hana upphituðu saltvatni í æð. Samkvæmt vottorði hafi konan verið með mikla áverka í andliti og segir í vottorðinu að hún hafi í raun verið afmynduð í framan sökum þess hversu marin hún var. Í vottorðinu segir að hún hafi verið blóðug um kynfæri en ekki var gerð nánari skoðun á kynfærum.

Grunur hafi verið um andlitsbrot og ekki hægt að útiloka alvarlega áverka á miðtaugakerfi auk þess sem hún hafi fundist nakin, hypothermísk og með áverka á kynfærum, og því hafi læknir ákveðið að óska eftir þyrlu til að flytja konuna til aðhlynningar á Landspítalann í Reykjavík þar sem fram færi réttarlæknisfræðileg skoðun.

Þá kemur fram í áverkavottorði Landspítala að konan hafi ekki getað opnað augun vegna bólgu, hafi verið með skurð yfir augabrún sem saumað hafi verið fimm sporum. Skrapsár hafi verið yfir hnakka, roði og skrapsár yfir brjósthrygg. Ekki hafi verið bakeymsli yfir hryggjartindum né nýrnastöðum.

Roði og eymsli hafi verið ofarlega á vinstri rasskinn. Roði og merki um álag hafi verið á húð á báðum hnjám en ekki húðrof. Niðurstaða læknisins hafi verið að konan hafi verulega áverka yfir báðum kinnum og beinbrot við auga.

Brotaþoli þungt haldin

Lögreglustjóri telur ljóst að afleiðingar líkamsárásar mannsins sem grunaður er um árasinna gegn konunniséu alvarlegir þar sem líkur séu á að hann hafi sparkað í höfuð hennar, og vísast þar til framburðar læknisins. Auk þess komi fram á ljósmyndum sem teknar hafi verið af manninum við réttarlæknisfræðilega skoðun að hann sé með nýlega áverka á báðum ristum. Maðurinn sé ekki með sambærilega áverka á höndum og áverkar á ristum bendi sterklega til þess að hann hafi sparkað í höfuð brotaþola.

Í greinagerðinni kemur fram að konan hafi sagt við lögreglumanninn, „hann vildi mig“. Það orðfæri, að mati lögreglustjóra, bendir til þess að um kynferðisbrot hafi verið að ræða auk áverka konunnar.

Neitar sök

Maðurinn sem grunaður er um árásina neitar sök í málinu. Hefur hann hvorki viljað tjá sig um samskipti sín við vitni á vettvangi né um afskipti sín af brotaþola. Enn á eftir að kanna með lífsýni af fatnaði, einkum skófatnaði mannsins, en ekki unnist tími til þess.

Enn liggja engar upplýsingar fyrir um hvers vegna konan hafi verið blóðug á kynfærum og af hverju áverkar séu á kynfærum hennar, en hún hafi fundist nakin úti á götu. Ennfremur á eftir að yfirheyra frekar vitni í málinu.
Líkt og áður hefur komið fram var gæsluvarðhald yfir meintum árásarmanni framlengt til laugardagsins 24. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“