fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bubbi kemur Gísla Pálma til varnar: „Að gefa það í skyn er vægast sagt ömurlegt“

Dauðsföll af völdum ofneyslu hættulegra lyfja hafa vakið umtal

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 29. ágúst 2016 23:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bubbi kemur Gísla til varnar og segir hann bera fyrst og síðast ábyrgð á sjálfum sér.
Gísli Pálmi Bubbi kemur Gísla til varnar og segir hann bera fyrst og síðast ábyrgð á sjálfum sér.

Mynd: Ske

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens kemur rapparanum Gísla Pálma til varnar í kjölfar þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað eftir að ungur maður lést á menningarnótt. Maðurinn féll frá með sviplegum hætti en grunur leikur á að hann hafi neytt fentanýls sem er rótsterkt lyfseðilsskylt verkjalyf í plástraformi.

Tengdust þekktum tónlistarhópi

Bubbi segir að Gísli Pálmi beri fyrst og síðast ábyrgð á sjálfum sér en ekki hvað aðrir gera. Að gefa það í skyn að hann beri ábyrgð á dauða unga mannsins sé ömurlegt.

Er ein þeirra sem lagt hefur orð í belg.
Hildur Lilliendahl Er ein þeirra sem lagt hefur orð í belg.

Mynd: © Eyþór Árnason

Annar ungur maður var hætt kominn þetta sama kvöld og fór í hjartastopp en var bjargað. Fram hefur komið að mennirnir hefðu verið saman á veitingastaðnum Prikinu og væru báðir tengdir nokkuð þekktum tónlistarhópi.
DV greindi frá því þann 25. ágúst síðastliðinn að bjargvættur annars mannsins hefði verið tónlistarmaðurinn Gísli Pálmi og hefði hann hnoðað manninn um stund þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang, en þá tókst sjúkraflutningsmönnum að koma hjarta mannsins aftur af stað með hjálp hjartastuðtækis. Báðir mennirnir sem um ræðir voru meðlimir í Glacier Mafia sem er hópur í kringum Gísla Pálma sem stígur stundum á svið með honum og er oft áberandi í myndböndum tónlistarmannsins.

Vakið umtal

Þetta atvik hefur vakið umræðu um lífsstíl ungra tónlistarmanna á borð við Gísla Pálma, manna sem ungt fólk lítur jafnvel upp til. Í lögum sínum rappar Gísli Pálmi meðal annars um fíkniefni og neyslu þeirra. Hildur Lilliendahl vandaði Gísla Pálma til dæmis ekki kveðjurnar á Twitter-síðu sinni á dögunum.

Verður óhjákvæmilega fyrirmynd

Þorvarður Helgason, faðir ungrar stúlku sem lést eftir neyslu á MDMA árið 2013, sagði í Fréttatímanum fyrir helgi að dauðsfall unga mannsins á menningarnótt veki hjá sér sorg fremur en reiði. Dóttir hans lést þegar hún var í teiti hjá Gísla Pálma.

Sjálfur sagðist Þorvarður ekki vera að leita að sökudólgi og að hann kenndi Gísla Pálma ekki um andlát dóttur sinnar. „Það er hinsvegar sorglegt að horfa á það þegar honum er hampað og hann verður óhjákvæmilega ákveðin fyrirmynd fyrir þessa krakka. Það er fullt af ungmennum innan við tvítugt sem hanga í honum og það getur verið óhugnanlegt,“ sagði Þorvarður í viðtalinu.

Helga Vala Helgadóttir lögmaður er ein þeirra sem hefur tjáð sig um þetta sorglega dauðsfall. Hún sagði á Facebook-síðu sinni á dögunum, eins og DV greindi frá, að það þyrfti að tala upphátt um þetta sorglega mál. Um sé að ræða miklar fyrirmyndir ungs fólks á Íslandi í dag sem séu í mikilli hættu vegna ofneyslu eiturlyfja. Helga Vala sagði:

„Eiturlyf drepa! Það er bara þannig. Það er ekkert öðruvísi heldur drepa þau, stundum hægt og rólega en stundum fyrirvaralaust eftir gott djamm. Mikið væri frábært ef fyrirmyndir krakkanna okkar kæmu nú fram og töluðu af alvöru um það hversu sjúklega hættuleg þessi neysla er,“ sagði hún og bætti við að hún vottaði aðstandendum unga mannsins innilegrar samúðar.

„Það er sorglegt helvíti þegar fólk lætur lífið af of stórum skammti, en Gísli Pálma ber ekki ábyrð á dauða þessarar ungu manneskju.“
Bubbi Morthens „Það er sorglegt helvíti þegar fólk lætur lífið af of stórum skammti, en Gísli Pálma ber ekki ábyrð á dauða þessarar ungu manneskju.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Bubbi gefur Gísla Pálma ráð

Í athugasemdakerfi DV í dag tjáir Bubbi Morthens sig um málið og hann kemur Gísla Pálma til varnar.

„Gísli Pálma ber ábyrgð á sjálfum sér, ekki hvað aðrir gera. Hvaða bull er þetta? Það er staðreynd að áfengi, læknadóp og morfínskyld efni eru hættuleg og geta valdið dauða þeirra sem neyta þeirra. Það er sorglegt helvíti þegar fólk lætur lífið af of stórum skammti, en Gísli Pálma ber ekki ábyrð á dauða þessarar ungu manneskju. Að gefa það í skyn er vægast sagt ömurlegt. Kannski fer Gísli Pálma í meðferð og nær að hætta áður en hann sjálfur tjónar sig. Vonandi, hann er hæfileikaríkur rappari.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar