fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sviplegt fráfall ungs manns: Minnst með hlýjum orðum – „Verður að tala upphátt um þetta sorglega mál“

Tónlistarheimurinn í áfalli – „Eiturlyf drepa! Það er bara þannig“ – Lögregla rannsakar málið

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan rannsakar andlát ungs manns sem féll frá með sviplegum hætti á menningarnótt. Grunur leikur á að hann hafi neytt fentanýls sem er rótsterkt lyfseðilsskylt verkjalyf í plástraformi. Í auglýsingu Læknablaðsins segir að plástrarnir séu verkjasstillandi í allt að þrjá daga en Fentanýl er talið mun meira ávanabindandi en heróín og gengur kaupum og sölum á svörtum markaði.

Vinur mannsins, ungur maður á þrítugsaldri hneig niður fyrir utan skemmtistaðinn Prikið á Laugarvegi. Honum var bjargað og er kominn aftur til meðvitundar. Seinna um kvöldið lést svo vinur hans í heimahúsi. Lögreglan er með til skoðunar hvort mennirnir hafi neytt sama lyfs en rannsókn er ekki lokið.

Mennirnir höfðu verið saman á veitingastaðnum Prikinu. Þeir tengjast báðir nokkuð þekktum tónlistarhópi. Eru meðlimir hópsins harmi slegnir sem og fleiri í tónlistargeiranum.

Stórhættulegt lyf

Fentanýlplástur, auglýsing úr Læknablaðinu 2004
Fentanýlplástur, auglýsing úr Læknablaðinu 2004

Efnið, sem talið er að hafi valdið andlátinu, er eins og áður segir rótsterkt og hættulegra en dauðadópið Contalgin sem hefur verið vinsælt á íslenskum fíkniefnamarkaði. Í umfjöllun Kompás á sínum tíma kom fram að á hverju ári létust sex manns af ofneyslu morfínlyfja.

Fentanýl er rótsterkt lyfseðilsskylt verkjalyf sem selt er í plástraformi. Það er skylt morfíni. Lyfið hefur slævandi áhrif og er ávanabindandi. Fentanýl er ætlað fólki sem glímir við langvinnandi verki og eru næmir fyrir morfínlyfjum. Plástrarnir eru helst notaðir af krabbameinssjúklingum við verkjum, sem og við líknandi meðferð.

Dæmi eru um að lyfseðilsskyldir plástrar sem innihalda Fentanýl gangi kaupum og sölum á svörtum markaði. Þá er plástrunum breytt í duft og það reykt með öðrum efnum á borð við marijúana og hass. Mikil hætta er á ferðum þegar efnisins er neytt á þann hátt.

Þarf að tala upphátt

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Málin eru í rannsókn eins og staðan er í dag. Það eru vísbendingar um að þessi tvö atvik tengist en það mun taka einhverja daga að fá staðfest hver dánarorsökin er,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn. Hann staðfestir í samtali við DV að grunur leiki um að atvikin tengist misnotkun á fentanýli. Aðspurður hvort að neysla þess fari vaxandi hérlendis segir Friðrik Smári:

„Við höfum ekki orðið varið við aukningu á þessu tiltekna efni en misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja er alltaf í gangi og verður því miður væntanlega áfram“

Helga Vala Helgadóttir lögmaður, segir á Facebook-síðu sinni að það þurfi að tala upphátt um þetta sorglega mál. Um sé að ræða miklar fyrirmyndir ungs fólks á Íslandi í dag sem séu í mikilli hættu vegna ofneyslu eiturlyfja. Þá minnast margir unga mannsins með hlýjum orðum á Facebook-síðu hans. Helga Vala segir:

„Eiturlyf drepa! Það er bara þannig. Það er ekkert öðruvísi heldur drepa þau, stundum hægt og rólega en stundum fyrirvaralaust eftir gott djamm. Mikið væri frábært ef fyrirmyndir krakkanna okkar kæmu nú fram og töluðu af alvöru um það hversu sjúklega hættuleg þessi neysla er,“ segir Helga Vala og bætir við:

„Að þessu sögðu votta ég öllum aðstandendum þessa unga manns mína dýpstu og innilegustu samúð á þessum erfiðu tímum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi