fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Kristjana 7 ára kom slösuðum manni til bjargar

„Vissi upp á hár hvar sjúkrakassinn var geymdur í bílnum“

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 15:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við mæðgur lentum í heldur betur erfiðri lífsreynslu seinnipartinn í gær.“ Þetta segir Inga Marín Björgvinsdóttir en hún og dætur hennar þrjár urðu vitni að alvarlegu bílslysi á Reykjanesbrautinni. Sjö ára dóttir Ingu kom manninum sem lenti í slysinu til bjargar með því að vita upp á hár hvar sjúkrakassinn í bílnum þeirra var geymdur. Því var hægt að veita fyrstu hjálp á vettvangi.

Bíllinn illa farinn

Mæðgurnar, sem eru búsettar í Grindavík, voru á leið í afmælisveislu á höfuðborgarsvæðinu þegar slysið varð á Reykjanesbraut við Ásvelli í Hafnarfirði.

Þessi hugrakka stúlka kann svo sannarlega að bregðast við erfiðum aðstæðum
Hetja dagsins Þessi hugrakka stúlka kann svo sannarlega að bregðast við erfiðum aðstæðum

„Við þurftum skyndilega að hægja á okkur frekar hratt. Ég náði því auðveldlega en maðurinn í bílnum fyrir aftan mig sá það of seint. Í staðinn fyrir að dúndra aftan á mig ákvað hann að reyna að bjarga sér með því að keyra fram úr mér. Það tókst ekki og bílinn valt 3 til 4 veltur út af veginum, niður hlíð og endaði á milli tveggja risastórra steina,“ segir Inga og bætir við.

„Ég hringdi strax í 112 en á þessum tímapunkti var ég viss um að hann væri dáinn. Þetta var svo harkalegt og bíllinn í klessu.“ Þegar Inga steig út úr bílnum voru nokkrir aðrir vegfarendur komnir að bifreiðinni sem valt. „Einn fór strax í að reyna að ná manninum út.“

Tæpum 10 mínútum síðar voru tveir lögreglubílar, þrír sjúkrabílar og tækjabíll komnir á vettvang en klippa þurfti manninn, sem var með meðvitund, gat hreyft hendur og var með höfuðáverka sem blæddi mikið úr, út úr bílnum.

Inga segir í samtali við DV að lögreglan hafi svo hringt í sig í gærkvöldi og látið hana vita að maðurinn hafi verið ótrúlega heppinn. „Hann er lemstraður og með skurði en óbrotinn. Þvílík heppni. Það er alveg klárt mál að beltið bjargaði lífi hans.“ Hún segir að það hafi verið mjög gott að fá þetta símtal bæði fyrir hana sjálfa sem og stelpurnar sem voru mjög skelkaðar eftir þessa erfiðu lífsreynslu.

Þær voru mjög skelkaðar eftir lífsreynsluna.
Systurnar Emma 12 ára, Kristjana 8 ára og Svala 6 ára. Þær voru mjög skelkaðar eftir lífsreynsluna.

Fann sjúkrakassann

Áður en lögreglu og sjúkralið bar að garði var manninum veitt fyrsta hjálp á vettvangi.

„Í bílnum okkar var sjúkrakassi sem ég hafði aldrei hugsað út í og vissi ekkert hvar var. Kristjana vissi þó nákvæmlega hvar hann var geymdur þegar einn mannanna kom hlaupandi að bílnum og spurði stelpurnar hvort þær vissu um kassann.“

Kristjana, sem beið inni í bíl ásamt systrum sínum, var mjög yfirveguð við þessar átakanlegu aðstæður og rétti manninum kassann sem innihélt allt það sem þurfti til að stöðva blæðinguna á höfði þess slasaða.

„Svona sjúkrakassi er nauðsynlegur í alla bíla. Maður veit aldrei hvenær maður þarf á honum að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“