fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Yngsti þingmaðurinn hættir: Tók rétta ákvörðun þegar hún skráði sig í Framsóknarflokkinn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 15. ágúst 2016 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir þremur árum tók ég sæti á Alþingi Íslendinga. Það var fyrir tilstilli kosningasigurs Framsóknarflokksins, sigurs sem hefði ekki náðst ef ekki væri fyrir allt það frábæra, duglega og hugmyndaríka fólk sem er í flokkinum. Á þessum þremur árum hef ég kynnst fólkinu í flokkinum betur og veit alveg fyrir víst að ég tók rétta ákvörðun þegar ég skráði mig í Framsóknarflokkinn fyrir aðeins um 4 árum,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir í löngum pistli á Facebook. Þar greinir hún frá því að hún hafi ákveðið að hætta á þingi. Jóhanna María var aðeins 21 árs þegar hún settist á þing.

„Að fá tækifæri til að marka stefnu innan lands og utan þess, þetta er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir þegar ég tók fjórða sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar 21 árs gömul.“

Þá segir Jóhanna:

„Vonandi hefur vegferð mín opnað möguleikann fyrir ungt fólk, að bjóða sig fram, að flokkar gefi þeim tækifæri, þau taki virkan þátt í kosningabaráttu og mögulega komist á þing. Það vantar alltaf fulltrúa þeirra sem yngri eru á Alþingi. Konur og karla.“

Þá segir Jóhanna að hún gangi sátt frá borði. Það sem sé best og verst við að starfa sem þingmaður sé að þá komist viðkomandi að hverjir séu raunverulegir vinir.

„Að þessu sögðu þá gef ég það hér með út að ég mun ekki sækjast aftur eftir sæti á lista fyrir komandi kosningar. Á sama tíma vona ég að eitt af fjórum efstu sætunum á lista hjá Framsóknarflokkinum í hverju kjördæmi verði skipað ungum einstakling. Ég veit að einstaklingarnir og áhuginn eru til staðar. Sjálf ætla ég að loknu þessu kjörtímabili að halda áfram námi við Háskólann á Bifröst þar sem ég legg stund á Miðlun og almannatengsl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki