fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Faðir fallins hermanns lét Donald Trump heyra það

Khizr Khan missti son sinn þegar bílsprengja sprakk í Írak

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 29. júlí 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Khizr Khan, faðir bandarísks hermanns sem féll í Írak árið 2004, lét Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, heyra það á flokksþingi Demókrataflokksins sem fór fram í vikunni. Sonur Khizr, Humayun Khan, lést þegar bílsprengja sprakk í Baghdad.

Khan yngri var múslimi, fæddur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en bandarískur ríkisborgari. Hann fór fyrir hópi bandarískra hermanna einn örlagaríkan dag árið 2004. Hermennirnir komu auga á dularfulla bifreið og skipaði Khan yngri kollegum sínum að doka við meðan hann skoðaði bifreiðina. Það var þá sem ósköpin dundu yfir og bifreiðin sprakk í loft upp.

Sem kunnugt er hefur Donald Trump verið harðorður í garð múslima í kosningabaráttu sinni og látið hafa eftir sér að öllum múslimum verði bannað að koma til Bandaríkjanna.

Í ræðu sinni á flokksþingi Demókrataflokksins sagði Khizr að Hillary Clinton, sem var útnefnd sem frambjóðandi Demókrataflokksins á flokksþinginu, hefði rétt fyrir sér þegar hún sagði að Khan yngri hefði verið eitt það besta við Bandaríkin. „Ef það væri fyrir Donald Trump hefði sonur minn aldrei getað komið til Bandaríkjanna. Donald Trump gerir út á að óhreinka orðspor allra múslima. Hann lítillækkar einnig aðra minnihlutahópa og talar niður til kvenna.“

Khizr beindi orðum sínum svo beint að Donald Trump og sagði: „Hveurðu einhverntímann lesið bandarísku stjórnarskrána? Ég skal lána þér mitt eintak. Leitaðu að orðinu „frelsi“. Hefurðu komið í Arlington-kirkjugarðinn? Farðu og skoðaðu grafir þeirra hugrökku hermanna sem hafa dáið við að verja landið okkar. Þú hefur ekki fórnað neinu. Við leysum engan vanda með því að byggja múra. Við erum miklu sterkari saman og munum verða enn sterkari með Hillary Clinton sem forseta.“

Ræða Khan vakti hrifningu margra, jafnvel fulltrúa Repúblikanaflokksins. John Noonan, fyrrverandi ráðgjafi Jeb Bush og Mitt Romney, tók undir það á Twitter-síðu sinni að Khan hefði gert meira fyrir Bandaríkin en Donald Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki