fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Vigdís kærir Gunnar: „Sá mér ekki annað fært en að taka málið alla leið“

„Þetta eru svo svakalegar og kræfar ásakanir“ – Vefsíðan Sandkassinn lögð niður

Auður Ösp
Miðvikudaginn 27. júlí 2016 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er mér nóg boðið, ég sit ekki undir þessu lengur. Þegar það er búið að setja mig númer 10 á lista yfir nýrasista, þá sit ég ekki undir því,“ segir Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í samtali við Eyjuna en hún hefur lagt hefur fram kæru á hendur Gunnari Waage, ritstjóra vefsíðunnar Sandkassans vegna ærumeiðandi ummæla og skrifa á síðunni. Búið er leggja vefsíðuna niður en líkt og Pressan greindi frá í morgun hyggst Gústaf Níelsson einnig leggja fram kæru á hendur síðunni.

Eyjan greinir frá því að Sandkassinn hefur tekið saman lista yfir það sem ritstjórn hans kallar „íslenska nýrasista“: einstaklingar sem eru eru „andvígir því að fólki af öðru þjóðerni sé veittur ríkisborgararéttur eða að þeir hafi rétt á stuðningi frá félagslega kerfinu“. Á síðu Sandkassans eru eftirfarandi ummæli höfð um svokallaða nýrasista:

„Hér eru listaðir þeir menn og konur sem eru áberandi í umræðum á opinberum vettvangi, gegna ábyrgðarstöðum, háir jafnt sem lágir, sem eiga það sameiginlegt að beita sér af mikilli hörku í garð fjölmenningar á Íslandi. Margir þeirra afneita tilvist fjölmenningar hér á landi alfarið.

Það er ekki nokkur leið að komast á þennan lista fyrir slysni. Það er ekki nóg að missa einu sinni út úr sér eitthvað og vinna sér inn greininguna nýrasisti. Til þess þarf einbeittan áróður gegn fólki á grundvelli þjóðernis, litarháttar eða uppruna yfir talsvert tímabil. Þeir sem hér eru, eru persónur sem rekið hafa slíkan áróður yfir langt tímabil.“

Skjáskot af Sandkassinn.com
Skjáskot af Sandkassinn.com

Auk Vigdísar, sem er í 10.sæti listans og Gústaf Níelsson, má finna á listanum Davíð Oddsson, Ásmund Friðriksson, Arnþrúði Karlsdóttur Guðna Ágústsson og Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur.

Vigdís greindi frá því á fésbókarsíðu sinni fyrr í dag að „teningunum væri kastað“ og að eftir rúmlega sjö ára níðskrif um hana á netinu hefði hún gengið á fund lögreglunnar. Málið færi nú í ferli. Þá segir Vigdís í samtali við Vísi að þessi tiltekna kæra beinist aðeins að Sandkassanum og ritstjóra þeirrar síðu, Gunnari Waage.

„Þetta eru svo svakalegar og kræfar ásakanir að ég sá mér ekki annað fært en að taka málið alla leið. Og hef ég þurft að þola ýmislegt undanfarin sjö ár,“ segir Vigdís jafnframt í samtali við Eyjuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“