fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Strákarnir stíga fram: „Ég er ekki ofbeldið sem ég varð fyrir“

Helgarblað DV helgað þolendum kynferðisofbeldis og Druslugöngunni

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 22. júlí 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag stíga sex karlar, Haraldur, Halldór, Guðni, Sveinn Rúnar, Ólafur Helgi og Ingólfur fram í Helgarblaði DV. Blaðið er helgað þolendum kynferðisofbeldis og Druslugöngunni.

Fötluð kona, Íva Marín, segir frá mikilvægi þess að horfa á fjölbreytileika en ekki afbrigðileika. Hún minnir okkur á að þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum verða fyrir kynferðisofbeldi einhvern tíma um ævina.

„Þurfum að takast á við ranghugmyndirnar,“ segir Hjálmar Gunnar Sigmarsson hjá Stígamótum en þar hefur hann starfað frá árinu 2014.

„Með þeirra hjálp varð ég að sigurvegara ekki fórnarlambi,“ segir Guðni.

„Það skiptir máli að allir komi fram og ræði um kynferðisofbeldi,“ segir Sveinn Rúnar.

Stígamót minna okkur líka á að við þurfum að takast á við ranghugmyndir okkar um kynferðisofbeldi og leita okkur hjálpar þegar við erum tilbúin til þess. Í blaðinu má einnig finna upplýsingar um það hvert þolendur geta leitað ef þeir þurfa á aðstoð að halda.

„Lít á sársauka sem góðan í eðli sínu,“ segir Ingólfur sem hefur skrifað bók um erfiða reynslu en sigur sinn.

„Maður þarf bara að vera rosalega sterkur og ekki láta árásarmanninn vinna þó að nauðgunin eigi sér stað, þá getur maður farið í meðvirkni með honum,“ segir Ólafur sem fékk hjálp hjá Stígamótum.

„Þöggun um kynferðisofbeldi hefur ýmis skaðleg áhrif á þolendur og samfélagið allt,“ segir Halldór Auðar borgarfulltrúi.

„Ég er að mörgu leyti frjáls frá þessu. Ég er ekki reiður yfir minni reynslu, ég vorkenni ofbeldismanninum,“ segir Haraldur sem opnar á reynslu sína í fyrsta sinn.

Druslugangan fer fram á morgun klukkan 14.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki