fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Fjögurra ára stúlka mun lifa vegna gjafar Arons Hlyns 4 ára

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 16. júlí 2016 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalheiður Erla Davíðsdóttir sem nú gengur í gegnum erfiðustu og sárustu reynslu lífs síns samþykkti að sonur hennar, Aron Hlynur yrði líffæragjafi. Það gerði hún í byrjun mánaðarins eftir að ljóst var að hann myndi ekki lifa af heilablæðingu.

Aron Hlynur var aðeins fjögurra ára þegar hann lést. Var hann jarðaður í Lindarkirkju á fimmtudaginn. Fjögurra ára stúlka fékk hjarta Arons og þá munu aðrir fá lifur, bris og nýru drengsins. Fréttatíminn greinir frá.

Sjá nánar: synjað um útfararstyrk

DV fjallaði um Aðalheiði og Aron á fimmtudaginn. Vakti fréttin mikla athygli og voru margir ósáttir hvernig komið var fram við móðurina. Aðalheiður er öryrki og glímdi Aron við flogaveiki. Í ljós kom að hann reyndist vera með Lennox-Gastaut heilkenni sem er mjög sjaldgæfur sjúkdómur og lýsir sér í illvígum krömpum. Sótti Aðalheiður um útfararstyrk hjá Kópavogsbæ en var synjað þar sem tekjur hennar þóttu of háar, þrátt fyrir að lifa á skertum bótum. Vegna örorku gat Aðalheiður ekki sótt um styrk í lífeyrisfélag. Tölvan í Kópavogi sagði einfaldlega NEI.

„Það kom hingað teymi frá Svíþjóð,“ segir Stella Leifsdóttir, amma Arons, en hún greindi frá gjöf Aðalheiðar og Arons í samtali við Fréttatímann. Gjöf sem nú hefur bjargað lífi lítillar stúlku í Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki