fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ingibjörg Sólrún: „Ég get ekki stutt Oddnýju“

Vill gefa sér tíma til að útskýra sína hlið Landsdómsmálsins

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. júní 2016 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrerandi formaður Samfylkingarinnar, segir fylgi síns gamla flokks ekki vera upp á marga fiska. Samkvæmt skoðanakönnunum er fylgi flokksins í sögulegu lágmarki og innanflokksdeilur eru áberandi. Ingibjörg ræðir stöðu síns gamla flokks í viðtali í Fréttablaðinu í dag.

„Mér finnst það mjög dapurt hvernig hann er rúinn fylgi. Hann á svo miklu meira inni,“ segir Ingibjörg um stöðu síns gamla flokks, en að hennar sögn ætti jafnaðarflokkur á Íslandi að hafa fylgi í kringum 30 prósent.

„Það segir sig sjálft, ég get ekki stutt Oddnýju. Hún er sjálfsagt vænsta kona en ég get ekki stutt hana því mér fannst hún bregðast,“ segir Ingibjörg um Oddnýju G. Harðardóttur, formann Samfylkingarinnar.

Þá segist Ingibjörg sig ekki geta treyst nýjum formanni Samfylkingarinnar, Oddnýju G. Harðardóttur. Oddný var ein fjögurra þingmanna sem kaus með því að mál yrði meðal annars höfðað gegn Ingibjörgu Sólrúnu fyrir Landsdómi. Ingibjörg segist ekki hafa gert upp Landsdómsmálið, en einhverntímann segist hún ætla að fara í gegnum alla söguna. Þá vilji hún skýra betur nokkur atriði og skrifa hana.

„Ég þarf að gefa mér tíma til að greina þetta betur og skýra málin frá minni hlið. Ég hef aldrei gert það og ein af ástæðunum fyrir því eru kannski þessi veikindi mín,“ segir Ingibjörg, en hún hvarf af vettvangi stjórnmálanna árið 2009, eftir veikindi sem hún þurfti að kljást við.

„Það þarf einhver góður að gefa kost á sér á Bessastaði og maður er í þeirri lúxusstöðu núna að geta valið á milli þriggja frambærilegra frambjóðenda,“ segir Ingibjörg og vísar til forsetaframbjóðendanna Guðna Th., Höllu Tómasdóttur og Andra Snæs. Í dag starfar Ingibjörg hjá UN Women, en ráðningarsamningur hennar þar rennur út um áramótin. Hún segist ekki vita hvað taki við þá, en á síðasta degi ársins verður Ingibjörg 62 ára gömul. Ingibjörg segist þó ekki ætla sér að setjast í helgan stein.

„Nei ég á svakalega mikið eftir að starfsorku og vonandi talsvert eftir af góðum hugmyndum. Ég finn mér eitthvað til dundurs. Engin hætta á öðru,“ segir Ingibjörg að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“