fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Harmleikur í Noregi: Talið að allir um borð í þyrlunni hafi látist

Þyrluslys skammt frá Bergen í Noregi

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 29. apríl 2016 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttast er að allir sem voru um borð í þyrlu sem brotlenti skammt frá Bergen í Noregi í morgun séu látnir. Slysið varð rétt fyrir hádegi að norskum tíma og voru þrettán um borð, tveir flugmenn og ellefu farþegar.

Slysið varð skammt frá eyjunni Torøy, en þyrlan var að flytja starfsmenn frá olíuborpalli Statoil í Norðursjó upp á meginlandið.

Mikinn reyk lagði frá flaki þyrlunnar og voru allir tiltækir viðbragðsaðilar í nágrenninu kallaðir á vettvang. Rebecca Anderson, íbúi á svæðinu sem varð vitni að slysinu, segir við Verdens Gang að sprenging hafi orðið þegar vélin brotlenti.

Þyrlan var á vegum olíufyrirtækisins Statoil og gáfu forsvarsmenn fyrirtækisins út yfirlýsingu þess efnis að allar þyrlur fyrirtækisins, sömu gerðar og sú sem brotlenti, hefðu verið kyrrsettar í kjölfar slyssins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki