fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Stjórnvöld komin með nóg af morðum: Sérstök deild mun hundelta leiðtoga glæpagengja

Morðtíðni í El Salvador er ein sú hæsta í heimi

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 23. apríl 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í El Salvador eru búin að fá sig fullsödd af ótrúlegri öldu morða og glæpa sem riðið hafa yfir þetta tæplega sjö milljóna íbúa land í Mið-Ameríku. Morðtíðni er ein sú hæsta í heiminum í El Salvador, en á síðasta ári voru rúmlega 104 manns myrtir fyrir hverja hundrað þúsund íbúa.

Ástæða þessara öldu morða sem riðið hefur yfir í El Salvador má að stóru leyti rekja til glæpagengja sem meðal annars berjast um völdin á fíkniefnamarkaðnum í landinu.

„Nú er kominn tími til að binda endi á þetta ofbeldi,“ sagði Oscar Ortiz, varaforseti El Salvador, þegar hann tilkynnti að stofnuð hefði verið sérstök deild innan hersins sem á berjast gegn glæpagengjum á götum El Salvador. Þúsund manns munu skipa þessa deild og verður þeirra hlutverk meðal annars að hafa hendur í hári leiðtoga glæpagengjanna sem taldir eru halda sig á strjálbýlum svæðum El Salvador.

Tvö stærstu og fjölmennustu gengin í landinu hafa lengi eldað grátt silfur, Mara Salvatrucha, eða MS 13 og Barrio 18, eða 18th Street Gang. Gengin voru stofnuð á níunda áratug liðinnar aldar í kjölfar borgarastyrjaldarinnar í landinu. Fjölmargir Salvadorar flúðu landið og fluttu til Bandaríkjanna þar sem umrædd gengi voru stofnuð.

Í fyrstu var markmiðið ekki ekki að stunda glæpastarfsemi, þvert á móti var markmiðið að veita Salvadorum sem voru nýkomnir til Bandaríkjanna vernd. Meðlimir MS 13 og Barrio 18 leiddust hins vegar margir af réttri braut og komust í kast við lögin. Fjölmargir voru sendir aftur til El Salvador þegar friður komst á í landinu, en þar héldu þeir áfram að feta glæpabrautina og safna nýjum meðlimum í gengin.

Á þeim 30 árum sem gengin hafa verið starfandi hefur meðlimum fjölgað margfalt og telja nú tugþúsundir. Gengin eru með útibú um víða veröld og eru enn með mikil ítök í Bandaríkjunum til að mynda.

Samið var um vopnahlé milli gengjanna árið 2012 en það var ekki langlíft og fyrr en varði fór allt í bál og brand aftur. Yfirvöld reyndu að stemma stigu við ofbeldisöldunni, meðal annars með því að skilgreina gengin sem hryðjuverkasamtök sem færði lögreglu auknar heimildir í baráttu sinni. Margir efast um að hin nýstofnaða deild elítuhermanna muni gagnast í baráttunni gegn gengjunum. „Í stað þess að leysa vandamálið er verið að hella olíu á eldinn,“ segir Raúl Mijango sem vann meðal annars að því að koma vopnahléi á milli samtakanna árið 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki