fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þingmaður Pírata segir þingflokkinn hafa fótbrotnað: „Það er aldrei tabú að leita sér hjálpar“

Ver ákvörðun flokksins að leita til vinnustaðasálfræðings til að leysa úr ágreiningi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. mars 2016 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmanni Pírata, blöskraði ummælin á kommentakerfum íslenskra fjölmiðla eftir að greint var frá því að þingflokkurinn hygðist fá vinnustaðasálfræðing til að leysa úr ágreiningi sem plagað hefur flokkinn.

Sjá einnig:
Píratar kalla til sálfræðing til að vinna úr örðugleikum innan flokksins

Voru þingmenn flokksins gagnrýndir fyrir að leita sér hjálpar sálfræðings og mátti til að mynda sjá ummæli eins og að flokknum væri varla treystandi í ríkisstjórn ef hann þyrfti á aðstoð sálfræðings að halda í fyrsta pólitíska mótlætinu. Ásta Guðrún, sem kom inn á þing síðasta haust, ver þessa ákvörðun Pírata.

„Þegar maður fótbrotnar þá fer maður til læknis. Þá er manni gefið verkjastillandi, tekinn í röntgen og eftir það þá er maður settur í gifs. Eftir það taka við nokkrar vikur, jafnvel mánuðir þar sem sárið fær að gróa. Þegar maður fótbrotnar þá er enginn sem gagnrýnir mann fyrir að fara til læknis, taka verkjastillandi, vera í gifsi eða að þurfa kannski að taka því rólega eða fara í endurhæfingu,“ segir hún á Facebook-síðu sinni.

„Við í þingflokki Pírata fótbrotnuðum. Við komumst að því að þær stoðir sem við höfðum voru að valda okkur sársauka, þær voru brotnar og bognar. En það er í lagi, við settumst niður og ákváðum að fá sérfræðing til þess að hjálpa okkur að takast á við þær aðstæður sem höfðu skapast til þess að við getum orðið betri þingmenn, betri samstarfsmenn og betri manneskjur,“ segir hún og bætir við að það sé ekkert að því að leita sér hjálpar. Það sé betra en að gera það ekki.

„Mér blöskraði nokkur ummælanna í íslenskum kommentakerfum varðandi það að við í þingflokki Pírata hefðum ákveðið að leita okkur aðstoðar vinnustaðarsálfræðings til þess að eiga í uppbyggilegri samskiptum og laga þetta fótbrot sem hafði gert það að verkum að við gætum ekki átt í heilbrigðu samstarfi saman. Það eru fleiri stoðir sem halda manni uppi heldur en fæturnir einir, og það þarf að huga að þeim, ef þær brotna eða bogna,“ segir hún og bætir við að það eigi ekki að vera tabú að leita eftir aðstoð.

„Það er aldrei tabú að leita sér hjálpar og ef sálfræðingar er sú hjálp, röntgen eða gifs sem maður þarf á á þeirri stundu til þess að leita sér bata, þá er það bara sjálfsagt og á ekki að vera tabú. Það er ekki slæmt, það er ekki vandræðalegt eða eitthvað sem sýnir að við séum ekki starfi okkar vaxin. Það er bara eins og það er, og það er ekki tabú.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki