fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bjórsmökkun reyndist Blindrafélaginu dýr

Bergvin Oddsson keypti bjór fyrir 120 þúsund krónur fyrir bjórsmökkun – félagið tapaði 104 þúsund krónum vegna kvöldsins – formaður skemmtinefndar sagði af sér

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergvin Oddsson, sem þá gegndi stöðu formanns Blindrafélagsins, keypti bjór fyrir 120 þúsund krónur fyrir bjórsmökkun hjá Blindrafélaginu en áfengiskaupin ollu töluverðum titringi hjá stjórn félagins, enda reyndist tap af þeim yfir hundrað þúsund krónum.

Sannleiksnefnd Blindrafélagsins birti í dag skýrslu sína um störf Bergvins, en stjórn Blindrafélagsins samþykkti vantrauststillögu á hendur Bergvini í september síðastliðnum. Í niðurstöðu skýrslunnar er Bergvin sagður hafa sýnt af sér dómgreindarleysi. Skýrt dæmi um þetta var meðal annars bjórsmökkunin þar sem keyptur var bjór fyrir 120 þúsund krónur en kostnaður var allur gjaldfærður á félagið, og var tap á viðburðinum 104 þúsund krónur.
Í skýrslunni segir:

„Svo virðist sem Bergvin hafi haldið bjórsmökkunarnámskeið þar sem veigar voru keyptar í nafni félagsins án samráðs við framkvæmdastjóra eða stjórn. Úr varð að Bergvin leysti til sín umræddar birgðir á eigin kostnað eftir að málið var kynnt á áðurnefndum stjórnarfundi.“

Á sama stjórnarfundi var tekið fyrir bréf þáverandi formanns skemmtinefndar, þar sem hún sagði af sér vegna óánægju með afskipti nýkjörins formanns af starfi nefndarinnar. Bergvin baðst afsökunar á þessum afskiptum og útskýrði það með reynsluleysi. Afsögn formanns skemmtinefndar stóð hins vegar.

Í greinargerð sem birt var á stjórnarfundinum sagði um gjörninginn:

„Varðandi áfengisinnkaup, sem og öll önnur innkaup, fyrir viðburði á vegum félagsins þá er mjög mikilvægt að það allt þoli dagsljósið. Fram til þessa hafa þessi mál verið í góðu lagi og unnin í samstarfi skrifstofu og viðkomandi nefndar sem sér um viðburðinn.

Á því hefur núna orðið breyting. Félagið reiðir sig á fjáraflanir á meðal almennings og ef að uppvíst verður að félagið sé að taka þátt í vafasömum og jafnvel ólöglegum viðskiptum með t.d. áfengi þá gæti það reynst félaginu dýrkeypt.

Bjórsmökkunin sem skipulögð var af formanni félagsins fellur undir þetta og þar er staðan einfaldlega sú að það er ekki heimilt að skrifa uppá og heimila greiðslu vegna ólögmætra nótulausra kaupa á bjór uppá 120 þúsund krónur. Ef þessi kostnaður verður gjaldfærður á félagið þá er um 104 þúsund króna tap á viðburðinum. Þetta eru viðskiptahættir sem eru ólöglegir og standast enga siðferðislega mælikvarða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki