fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Búa sig undir „skæruhernað“ gegn Zika-veirunni

Prófa nýjar aðferðir gegn þessari skæðu veiru

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. febrúar 2016 23:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nærri ári eftir að fyrstu smit Zika-veirunnar greindust í Brasilíu þá hafa yfir 50 Bandaríkjamenn greinst með veiruna og hefur hún þegar fundist í Puerto Rico. Er því búist við að veiran muni finnast í Bandaríkjunum í sumar. „Þetta er eins og að búa sig undir fellibyl. Þú veist að hann er á leiðinni, en þú veist ekki hvar hann kemur á land,“ sagði Dennis Moore yfirmaður flugnavarna í Pasco-sýslu í Flórída í samtali við New York Times.

Zika-veiran veldur sem kunnugt fæðingargöllum ásamt ýmsum göllum í taugakerfinu og berst með moskítóflugum sem fyrirfinnast sem betur fer ekki hér á landi. Vandinn er sá að Aedes aegypti, flugnategundin sem ber vírusinn er nánast ónæm gegn stórúðunum flugaeiturs sem þýðir að til þess að koma í veg fyrir smit þarf að fara í hvern einasta bakgarð til að úða. Þetta er hægara sagt en gert í landi á borð við Bandaríkin þar sem mörgum er meinilla við að útsendarar ríkisins séu að skoða garðinn sinn.

„Þessi skæruhernaður gegn moskítóflugum er mjög nýr af nálinni og ég er ekki viss um að margir staðir séu tilbúnir fyrir slíka starfsemi,“ sagði Michael Doyle yfirmaður flugnavarna í syðsta hluta Flórída. Að nota flugvélar til að dreifa flugnaeitri „er eins og að berjast við Al Qaeda með venjulegum her,“ sagði Doyle við NY Times.

Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í vikunni að hann hygðist óska eftir 1,8 milljörðum bandaríkjadala til að berjast gegn Zika-veirunni, fyrsta skrefið yrði að kortleggja nákvæmlega hvar veiran er stödd til að hægt sé að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat