fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fókus

Kóngulóarmaðurinn kominn aftur á kreik

Spiderman: Homecoming komin í bíó

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. júlí 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spider-Man, ein af ofurhetjum Marvel Comics, birtist nú enn á ný á hvíta tjaldinu í Spiderman: Homecoming.

Spider-Man verður til

Það voru þeir Stan Lee og Steve Ditko sem sköpuðu Spider-Man sem birtist fyrst í teiknimyndasögu árið 1962. Eftirspurn eftir teiknimyndasögum fyrir unglinga olli því að Stan Lee fór að velta fyrir sér hugmyndum að nýrri ofurhetju sem unglingar gætu tengt við. Karakterinn Richard Wentworth, sem bar viðurnefnið The Spider, þegar hann barðist við glæpamenn í samnefndum blöðum var aðalinnblásturinn í að Stan Lee ákvað að stofna karakter sem bar nafnið Spider-Man, eða Kóngulóarmaðurinn. Nafnið Spider-boy, eða Kóngulóardrengurinn, kom ekki til greina að mati Lee, þar sem hann sá fyrir sér að karakterinn myndi þróast úr unglingsdreng í karlmann, auk þess sem drengur myndi draga úr vigt hans í samanburði við aðrar ofurhetjur.

Amazing Fantasy #15 sem kom út í ágúst 1962. Listamenn voru Jack Kirby og Steve Ditko.Blaðið varð eitt af mest seldu blöðum Marvel.
Fyrsta forsíðan Amazing Fantasy #15 sem kom út í ágúst 1962. Listamenn voru Jack Kirby og Steve Ditko.Blaðið varð eitt af mest seldu blöðum Marvel.

Í sköpun þeirra Lee og Ditko er ofurhetjan, Peter Parker, munaðarlaus unglingur sem elst upp hjá May frænku og Ben frænda í New York og eins og aðrir unglingar þarf hann að kljást við þau hefðbundnu vandamál sem því fylgir að vaxa og þroskast, auk þess að kljást við ýmsa erkióvini og glæpamenn í gervi Spider-Man.

Með sköpun Spider-Man var brotið blað hvað ofurhetjur varðar þar sem unglingur var í fyrsta sinn í hlutverki aðalhetjunnar. Hann hafði heldur engan sér eldri til að kenna honum á kosti og galla þess að vera ofurhetja, líkt og til að mynda Batman hafði, og þurfti því að reka sig á og læra sjálfur.

Í fjölmörgum teiknimyndasögum Marvel þróaðist Spider-Man úr feimnum unglingsdreng í New York yfir í atvinnuljósmyndara. Upp úr 2010 varð hann síðan einn meðlima Avengers, ofurhetjuteymis Marvel. Hliðarsögur um Spider-Man hafa einnig verið gefnar út, eins og til dæmis Ultimate Spider-Man, sem fjallar um ævintýri Peter Parker í hliðarheimi.

Spider-Man er flaggskip Marvel Comics og ein allra vinsælasta ofurhetja og teiknimyndakarakter allra tíma. Ásamt Batman og Superman, sem eru ofurhetjur DC Comics, er Spiderman frægasta ofurhetjan.

The Amazing Spider-Man #1, sem kom út í mars 1963. Listamenn voru Jack Kirby og Steve Ditko.Blöðin urðu alls 700 talsins á árunum 1963 – 2012.
Fyrsta tölublað Spider-Man seríunnar The Amazing Spider-Man #1, sem kom út í mars 1963. Listamenn voru Jack Kirby og Steve Ditko.Blöðin urðu alls 700 talsins á árunum 1963 – 2012.

Ekki bara teiknimyndasögur

Spider-Man hefur birst í teiknimyndasögum, teiknimyndum, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tölvuleikjum, litabókum, bókum, plötum og barnabókum.

Í sjónvarpi birtist hann fyrst í teiknimyndaseríunni Spider-Man á ABC sjónvarpsstöðinni á árunum 1967–1970, fleiri teiknimyndaseríur fylgdu í kjölfarið og síðan leikin sería, The Amazing Spider-Man, með Nicholas Hammond í aðalhlutverki sem sýnd var 1978–1979.

Nicholas Hammond lék Spider-Man í þrettán sjónvarpsþáttum. Hann er einnig þekktur fyrir hlutverk sitt sem einn af Trapp systkinunum í kvikmyndinni The Sound of Music (1965).
Sjónvarpsleikarinn Nicholas Hammond lék Spider-Man í þrettán sjónvarpsþáttum. Hann er einnig þekktur fyrir hlutverk sitt sem einn af Trapp systkinunum í kvikmyndinni The Sound of Music (1965).

Kóngulóarmaðurinn fer á hvíta tjaldið

Spider-Man birtist fyrst í kvikmynd árið 2002 þegar Sam Raimi leikstýrði Tobey Maguire í aðalhlutverkinu í fyrstu mynd trílogíu, seinni myndirnar komu árin 2004 og 2007. Til stóð að gera eina mynd til viðbótar árið 2011, en Sony sló það af og ákvað að breyta um leikstjóra og leikara. Endurgerðin The Amazing Spider-Man með Andrew Garfield í hlutverki Spider-Man í leikstjórn Marc Webb var frumsýnd árið 2012 og mynd númer tvö árið 2014.

Tobey Maguire lék Spider-Man í þremur myndum árin 2002 – 2007.
Tobey Maguire lék Spider-Man í þremur myndum árin 2002 – 2007.
Andrew Garfield fór í búning Spider-Man í tveimur myndum 2012 og 2014.
Andrew Garfield fór í búning Spider-Man í tveimur myndum 2012 og 2014.

Sá nýjasti til að taka að sér hlutverk Spider-Man, Tom Holland, lék hann í kvikmyndinni Captain America: Civil War sem kom út árið 2016. Og nú er nýjasta myndin um Kóngulóarmanninn sjálfan, Spider-Man: Homecoming, komin út í leikstjórn Jon Watts og sú næsta er áætluð í júlí 2019.

Holland mun einnig endurtaka hlutverk sitt í Avengers: Infinity Wars sem frumsýnd verður árið 2018 og annarri Avengers-mynd sem enn hefur ekki hlotið nafn en er áætluð 2019.

Hver er hinn nýi Spider-Man?

Breski leikarinn Tom Holland er aðeins 21 árs, fæddur 1. júní 1996 í London. Hann byrjaði í hop hop danstímum, þar sem hann var uppgötvaður 10 ára gamall af Lynne Page sem sá um kóreógrafíu Billy Elliott söngleiksins. Eftir átta áheyrnarprufur og tveggja ára æfingar hóf hann að leika í söngleiknum og var þar næstu tvö ár.

Fyrsta kvikmyndahlutverk var í The Impossible þar sem hann lék á móti Naomi Watts og Ewan McGregor. Byggir myndin á sannri sögu fjölskyldu sem upplifði náttúruhamfarir þegar gríðarleg flóðbylgja skall á í Indlandi á jólum árið 2004, með þeim afleiðingum að 227 þúsund manns létu lífið. Holland hefur síðan leikið í myndum á borð við A Monster Calls og Captain America: Civil War (báðar 2016).

Tom Holland er hinn nýi Spider-Man.
Sá nýjasti. Tom Holland er hinn nýi Spider-Man.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=DiTECkLZ8HM?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Helga dásamaði ísraelska lagið en fékk bágt fyrir – „Megi friður takast í heiminum AMEN“

Helga dásamaði ísraelska lagið en fékk bágt fyrir – „Megi friður takast í heiminum AMEN“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkonan vill að ég stundi kynlíf með öðrum konum – Hjálp!

Eiginkonan vill að ég stundi kynlíf með öðrum konum – Hjálp!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er það eina sem pirrar hana við eiginmanninn – „Þú ert að eyðileggja daginn minn“

Þetta er það eina sem pirrar hana við eiginmanninn – „Þú ert að eyðileggja daginn minn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hætti með kærastanum því hann var alltaf svo upptekinn – Fékk áfall þegar hún komst að ástæðunni

Hætti með kærastanum því hann var alltaf svo upptekinn – Fékk áfall þegar hún komst að ástæðunni