fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Einn sterkasti maður heims spókar sig í Bláa lóninu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 21:30

Larry kann vel við sig í lóninu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vöðvafjallið Larry Wheels er á Íslandi um þessar mundir og æfir af kappi með íslenska vöðvabúntinu Hafþóri Júlíusi Björnssyni.

Larry er með tæplega milljón fylgjendur á Instagram og deilir meðal annars mynd af sér í Bláa lóninu á góðri stundu.

https://www.instagram.com/p/Bt6N5DjBuSF/

Saga Larrys er um margt merkileg því barnæska hans var enginn dans á rósum. Hann ólst upp við fátækt í Bronx í New York og flakkaði á milli fósturheimila á aldrinum 7 til 12 ára eftir að móðir hans missti forræði yfir honum. Þegar Larry var tólf ára leitaði hann móður sína uppi á karabísku eyjunni Saint Martin og flutti til hennar.

https://www.instagram.com/p/BuEg7CrBb8K/

Um fjórtán ára aldurinn fékk hann áhuga á að lyfta, en byrjaði ferilinn í vaxtarrækt. Síðar missti hann áhugann á því sporti og byrjaði að einbeita sér að kraftlyftingum í staðinn. Í dag vegnar honum vel í sportinu og er oft kallaður sterkasti vaxtarræktarkappi í heiminum.

https://www.instagram.com/p/Btg4yy1hvwA/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir leitaði ráða eftir að nágranninn hringdi á lögregluna út af ærslagangi barna hans

Faðir leitaði ráða eftir að nágranninn hringdi á lögregluna út af ærslagangi barna hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?