BleiktFréttir

Unnsteinn og Ágústa selja smekklega og nýuppgerða íbúð

Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 15:58

Unnsteinn Manúel, tónlistarmaður og fyrrum söngvari hljómsveitinnar Retro Stefsson, og Ágústa Sveinsdóttir, vöruhönnuður kærasta hans hafa sett í sölu íbúð sína á Njálsgötu.

Íbúðin er nýuppgerð og sést á meðfylgjandi myndum að parið eru smekkfólk fram í fingurgóma. Íbúðin er á besta stað, rétt við sundhöllina í Reykjavík. Þau tilkynntu fyrir stuttu að þau ættu von á barni í ágúst næstkomandi. 

Unnsteinn hefur undanfarið einbeitt sér að sóló tónlistarverkefnum en Ágústa er í hönnunarteyminu ALVARA ásamt fatahönnuðinum Elísabetu Karlsdóttur.

 

 

 

Klikkaðu hér til að sjá restina af myndunum!

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af