fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Þetta hafa landsliðsmenn Íslands þénað á síðustu tíu árum: Gylfi í sérflokki

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Viðskiptablaðinu í dag er úttekt um tekjur íslenskra landsliðsmanna á síðustu tíu árum. Þar kemur í ljós að Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton er í algjörum sérflokki þegar kemur að tekjum.

Sagt er að Gylfi hafi á síðustu árum þénað 4 milljarða fyrir skatta, það er miklu meira en næstu menn hafa þénað á síðustu árum.

Samkvæmt Viðskiptablaðinu hafa Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason þénað nálægt milljarði á þessum árum.

Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason koma svo þar á eftir með um 900 milljónir í tekjur á þessum tíma.

Aðrir hafa þénað minna en samantekt Viðskipablaðins um málið er hér að neðan.

Fótboltamenn og tekjur þeirra samkvæmt Viðskiptablaðinu:

Gylfi Þór Sigurðsson Um 4 milljarðar

Aron Einar Gunnarsson 900-1000 milljónir

Kolbeinn Sigþórsson 900-1000 milljónir

Alfreð Finnbogason 900-1000 milljónir

Jóhann Berg Guðmundsson 800-900 milljónir

Birkir Bjarnason 800-900 milljónir

Emil Hallfreðsson 600-700 milljónir

Viðar Örn Kjartansson 500-600 milljónir

Ragnar Sigurðsson 600-700 milljónir

Björn Bergmann Sigurðarson 500-600 milljónir

Sverrir Ingi Ingason 300-400 milljónir

Hörður Magnússon 300-400 milljónir

Rúrik Gíslason 300-400 milljónir

Kári Árnason 300-400 milljónir

Ari Skúlason 200-300 milljónir

Birkir Már Sævarsson 200-300 milljónir

Hannes Þór Halldórsson 100-200 milljónir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Haaland snýr aftur

Haaland snýr aftur
433Sport
Í gær

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“