Framherjinn Emiliano Sala er týndur þessa stundina en hann var farþegi í flugvél sem hefur hrapað þann 21. janúar.
Sala og flugmaðurinn David Ibbotson voru um borð en stórar líkur eru á að þeir hafi ekki lifað slysið af.
Undanfarna daga hefur staðið yfir leit af vélinni og farþegum hennar en hún hefur ekki borið árangur.
Sala lék með Nantes í Frakklandi á þessu tímabili en skrifaði undir samning við Cardiff áður slysið átti sér stað.
Sala stóð sig mjög vel hjá Nantes og var vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins.
Í kvöld fór fram leikur Nantes og St. Etienne og var hann stöðvaður á 9. mínútu til að heiðra minningu leikmannsins.
Allir á vellinum tóku sig þá saman og klöppuðu fyrir Sala og var einnig sungið.
This is lovely. FC Nantes’ match tonight stopped in the 9th minute as a tribute to Emiliano Sala. pic.twitter.com/y8nf4Oeop2
— Football HQ (@FootbaII_HQ) 30 January 2019