fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Falleg stund í Nantes: Leikurinn stöðvaður vegna Sala

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Emiliano Sala er týndur þessa stundina en hann var farþegi í flugvél sem hefur hrapað þann 21. janúar.

Sala og flugmaðurinn David Ibbotson voru um borð en stórar líkur eru á að þeir hafi ekki lifað slysið af.

Undanfarna daga hefur staðið yfir leit af vélinni og farþegum hennar en hún hefur ekki borið árangur.

Sala lék með Nantes í Frakklandi á þessu tímabili en skrifaði undir samning við Cardiff áður slysið átti sér stað.

Sala stóð sig mjög vel hjá Nantes og var vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins.

Í kvöld fór fram leikur Nantes og St. Etienne og var hann stöðvaður á 9. mínútu til að heiðra minningu leikmannsins.

Allir á vellinum tóku sig þá saman og klöppuðu fyrir Sala og var einnig sungið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð