fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Einn frægasti maður Englands bað Þorvald um að baða sig á sögufrægum slóðum: ,,Ég endað með því að sápa á honum bakið“

Victor Pálsson
Föstudaginn 7. desember 2018 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Þorvaldur Örlygsson þjálfari U19 ára landsliðs karla.

Þorvaldur hefur átt áhugaverðan feril, fyrst sem leikmaður og þjálfari.

Þorvaldur segir mjög skemmtilega sögu af hinum litríka Brian Clough sem var þjálfari hans hjá Nottingham Forest á sínum tíma.

Clough var stjóri Forest frá 1975 til 1993 en hann var einn sá allra virtasti í bransanum á þeim tíma.

Þorvaldur var beðinn um ansi sérstakan hlut fyrir leik gegn Arsenal á Highbury er hann var ekki í liðinu.

Clough átti það til að láta renna í heitt bað fyrir leiki og í eitt skipti bað hann Þorvald um að rétta sér hjálparhönd.

,,Við vorum að spila við Arsenal á Highbury og ég var búinn að vera í liðinu. Svo var liðið tilkynnt og hann átti þann sið að hann lét renna í baðker, það var baðker á öllum völlum,“ sagði Þorvaldur.

,,Hann lét renna í bað, það var einhver yngri leikmaður sem var látinn renna í bað. Ég var ekki í liðinu og var í sturtuklefanum að laga skóna mína og gera allt klárt.“

,,Kallinn er kominn ofan í baðkerið og segir við mig: ‘Djöfull varstu óheppinn að vera ekki í liðinu í dag, það er aldrei að vita hvort þú verðir kominn inná eftir fimm mínútur. Notaðu nú tímann og sápaðu á mér bakið!’

,,Ég endaði með því að sápa á honum bakið og hjálpaði honum að þvo og náði í handklæði handa kallinum.“

,,Það vill svo til að eftir fimm mínútur þá slasast Terry Wilson og ég fór inná. Kallinn segir við mig: ‘Ég sagði þér það, það borgar sig að sápa bakið!’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“