fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Markvörðurinn kom Þorvaldi til bjargar í fyrsta leik: ,,Óhætt að segja að ég hafi verið lítið nafn“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 21:00

Þorvaldur Örlygsson tekur slaginn við Guðna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Þorvaldur Örlygsson þjálfari U19 ára landsliðs karla.

Þorvaldur hefur átt áhugaverðan feril, fyrst sem leikmaður og þjálfari.

Þorvaldur samdi við lið Nottingham Forest árið 1989 eftir dvöl há KA. Hann fékk lítinn tíma til að koma sér fyrir á Englandi.

Aðeins viku eftir að hafa fengið atvinnuleyfi átti Þorvaldur að spila sinn fyrsta leik gegn Southampton.

Hann var mjög lítið þekktur á þeim tíma og var til að mynda í basli með að komast inn á völlinn og var beðinn um að kaupa miða.

,,Ég kem út og er nýbúinn að fá atvinnuleyfi og hef æft í viku. Við æfðum út vikuna, þokkalegar æfingar og ég finn ekkert fyrir því,“ sagði Þorvaldur.

,,Ég er í hóp strax á föstudegi eftir að hafa komið út. Ég var rétt búinn að læra nöfnin. Við vorum að spila við Southampton.“

,,Hópurinn var tilkynntur á föstudegi, það var sett upp á töflu hópur af 18 leikmönnum og það eru sömu reglur, það voru 11 í liði en bara tveir varamenn leyfðir.“

,,Á laugardegi eiga allir að vera mættir korter í tvö og liðið er sett upp á vegg klukkan tvö og leikurinn er klukkan þrjú.“

,,Ég bjó á hóteli rétt hjá vellinum og þurfti ekki að fá far með neinum á völlinn og ákvað að skokka og koma mér fyrir inn í klefa.“

,,Ég kem að vellinum og ætla að labba inn á völlinn og þá er mér neitað inngangur, það eru öryggisverðir og annað og þeir biðja mig um að kaupa miða. Ég var lítið nafn, það er óhætt að segja.“

,,Það bjargaði mér að markvörðurinn Steve Sutton var að labba inn á sama tíma og náði að taka mig með inn í klefa. Þar var liðið komið upp klukkan tvö og þar var ég númer átta.“

,,Ég spurði þjálfarann: ‘Ókei, númer átta, hvar á ég að spila?’ Hann sagði að ég væri númer átta. Ég spyr aftur og hann segir aftur, ‘þú ert númer átta’.

,,Ég sest niður og geri mig ready fyrir að fara út á völl og Lee Chapman er senter númer tíu og ég spyr hann hvar ég eigi að spila og hann segir mér að áttan sé á miðjunni.“

,,Kerfið var þannig að númer þrjú var vinstri bakvörður, númer tvö var hægri bakvörður, númer fjögur er hafsent og svo koll af kolli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United framlengir mögulega samning Sancho á næstu dögum

United framlengir mögulega samning Sancho á næstu dögum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mikael segir mánudagskvöldið hafa verið fordæmalaust – „En svo var allt svo ömurlegt í gamla daga“

Mikael segir mánudagskvöldið hafa verið fordæmalaust – „En svo var allt svo ömurlegt í gamla daga“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sá pólski á förum frá Arsenal

Sá pólski á förum frá Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“