Sports Illustrated hefur opinberað hvað verður á forsíðu blaðsins í næsta mánuði.
Blaðið rúllar á fjórum forsíðum í þeim mánuði en þar á meðal er Ísland.
Á forsíðunni eru Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason, Ragnar Sigurðsson og Emil Hallfreðsson.
Verið er að hita upp fyrir HM en á forsíðum verða einnig Harry Kane, Mohamed Salah og leikmenn Mexíkó.
Um er að ræða eitt virtasta íþróttablað í heimi en árangur Íslands að komast á HM hefur vakið mikla athygli.
Forsíðurnar má sjá hér að neðan.