Liverpool hefur fest kaup á miðjumanninum Fabinho en hann kemur til liðsins frá Monaco í frönsku úrvalsdeildinni.
Fyrr í kvöld var greint frá því að Liverpool væri að tryggja sér leikmanninn og gengu hlutirnir hratt fyrir sig.
Liverpool kynnti svo leikmanninn til leiks stuttu seinna og hefur hann skrifað undir samning við liðið.
Fabinho getur spilað hægri bakvörð og á miðjunni en hann hefur undanfarin þrjú ár leikið með Monaco.
Fabinho gengur í raðir Liverpool þann 1. júlí og kostar liðið um 40 milljónir punda.