fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
433Sport

Áhorfendur fá miklu meiri skemmtun á gervigrasi en á „handónýtum“ grasvöllum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. maí 2018 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pepsi deild karla hefur farið af stað með miklum ágætum og þá sérstaklega þegar leikirnir hafa farið fram á sléttu gervigrasi.

Vellirnir í Pepsi deildinni sem eru með grasi hafa flestir komið illa undan vetri. Völlurinn í Kaplakrika, í Grindavík og í Vestmannaeyjum hafa komið best undan vetri. Í Kópavogi hefur völlurinn orðið betri eftir að hafa verið þungur í upphafi móts.

Á Akureyri, í Frostaskjóli, í Víkinni og í Grafarvogi eru vellirnir vægast sagt slakir. Það hefur áhrif á skemmtanagildi leiksins.

Ingólfur Sigurðsson bendir á sláandi staðreynd á Twitter. Í leikjum á gervigrasi á þessu tímabili hafa komið 4,1 mark að meðaltali í leik.

Á misjöfnum grasvöllum þar sem erfitt er að spila góðan fótbolta kemur að meðaltali 1,8 mark í leik.

Miðað við þessa tölfræði ætti skemmtunum að vera meiri í deildinni  á næstu leiktíð en þá munu Fylkir, Víkingur og Breiðablik öll vera á gervigrasi utan dyra, að því gefnu að verða áfram í deildinni.

Tölfræðin:
17 grasleikir: 32 mörk
10 gervigrasleikir: 41 mark

1,8 mark í leik að meðaltali á grasi.
4,1 mörk í leik að meðaltali á gervigrasi.

Þrjú markalaus jafntefli. Allt grasleikir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Auðunn Blöndal segir frá veðmáli sem hann tók og reyndist „það versta í sögunni“

Auðunn Blöndal segir frá veðmáli sem hann tók og reyndist „það versta í sögunni“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United virkjar samtalið – Yrði mjög erfitt

Manchester United virkjar samtalið – Yrði mjög erfitt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar
433Sport
Í gær

Sterling að skrifa undir hjá enn einu félaginu á Englandi?

Sterling að skrifa undir hjá enn einu félaginu á Englandi?
433Sport
Í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær
433Sport
Í gær

Upphæðin sem Liverpool fær í vasann

Upphæðin sem Liverpool fær í vasann
433Sport
Í gær

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex