Ef marka má orð Sam Allardyce stjóra Everton er talsvert langt í að Gylfi Þór Sigurðsson nái fullri heilsu.
Það eru ekkert sérstök tíðindi fyrir íslenska landsliðið nú þegar aðeins rúmur mánuður er í að HM fari af stað.
Gylfi meiddist á hné í mars og í fyrstu var talið að hann myndi spila með Everton undir lok tímabilsins. Nú er ljóst að svo verður ekki.
,,Það er mjög langt í að Gylfi sé klár, því miður,“ sagði Stóri Sam á fréttamannafundinum í dag.
Ljóst er að íslenska landsliðið má ekki við því að vera án Gylfa í Rússlandi en liðsfélagi hans á miðjunni, Aron Einar Gunnarsson er einnig í kappi við tímann fyrir mótið.
HM hópur Íslands verður kynntur í dag en þar verðug Gylfi Þór á meðal leikmanna sem verða í hópnum.