Lokaumferðin í ensku Championship deildinni fór fram um helgina. Cardiff gerði markalaust jafntefli við Reading þar sem Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði gestanna en var skipt af velli 70. mínútu.
Fulham tapaði 1-3 fyrir Birmingham sem þýðir að Cardiff verður í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var ekki með vegna meiðsla en hann var mættur að fagna með liðinu.
Verðlaunahátíð fór fram hjá Cardiff sama dag. Aron Einar var þangað mættur en hann er samningslaus í sumar. Búist er við því að hann geri nýjan samning við Cardiff á næstu dögum.
Aron var mættur á hækjum og í spelku enda er bara rúm vika síðan að fyrirliði Íslands var í aðgerð. Hann er í kappi við tímann um að ná fullri heilsu fyrir Heimsmeistarmótið í Rússlandi.
Neil Warnock stjóri Cardiff segist geta sannfært Aron um að vera áfra. ,,Að sjálfsögðu get ég fengið hann til að vera áfram, hvaða staður er betri fyrir hann,“ sagði Warnock.
Kristbjörg Jónasdóttir eiginkona Arons ræddi við Warnock á sigurhátið Cardiff. ,,Hvaða stjóri ætlar að velja hann? Ég sagði eiginkonu hans það um kvöldið að nú yrði Aron að koma skríðandi til mín.“
,,Aron komst ekki í liðið áður en ég kom hingað.“