fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Stjóri Cardiff ræddi við eiginkonu Arons Einars – ,,Núna þarf Aron að koma skríðandi til mín“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. maí 2018 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaumferðin í ensku Championship deildinni fór fram um helgina. Cardiff gerði markalaust jafntefli við Reading þar sem Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði gestanna en var skipt af velli 70. mínútu.

Fulham tapaði 1-3 fyrir Birmingham sem þýðir að Cardiff verður í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var ekki með vegna meiðsla en hann var mættur að fagna með liðinu.

Verðlaunahátíð fór fram hjá Cardiff sama dag. Aron Einar var þangað mættur en hann er samningslaus í sumar. Búist er við því að hann geri nýjan samning við Cardiff á næstu dögum.

Aron var mættur á hækjum og í spelku enda er bara rúm vika síðan að fyrirliði Íslands var í aðgerð. Hann er í kappi við tímann um að ná fullri heilsu fyrir Heimsmeistarmótið í Rússlandi.

Neil Warnock stjóri Cardiff segist geta sannfært Aron um að vera áfra. ,,Að sjálfsögðu get ég fengið hann til að vera áfram, hvaða staður er betri fyrir hann,“ sagði Warnock.

Kristbjörg Jónasdóttir eiginkona Arons ræddi við Warnock á sigurhátið Cardiff. ,,Hvaða stjóri ætlar að velja hann? Ég sagði eiginkonu hans það um kvöldið að nú yrði Aron að koma skríðandi til mín.“

,,Aron komst ekki í liðið áður en ég kom hingað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Í gær

Víkingar fóru illa með dönsku risana

Víkingar fóru illa með dönsku risana
433Sport
Í gær

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni

Solskjær fær leikmann með mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð