ÍBV og Fjölnir eigast nú við í 2. umferð Pepsi-deildar karla og er staðan markalaus þegar um klukkutími er liðinn af leiknum.
ÍBV steinlá í fyrstu umferðinni gegn Breiðablik þar sem að Blikar skoruðu fjögur mörk gegn einu.
Fjölnir gerði 2-2 jafntefli við KA í hörkuleik í 1. umferðinni þar sem að Ægir Jarl Jónasson og Birnir Snær Ingason skoruðu mörk Fjölnis.
Veðrið í Vestmanneyjum er ekki upp á sitt besta en þar er hávaðarok og eiga bæði lið erfitt með að hemja boltann í þessum aðstæðum.
Þá er hefur eitthvað verið um haglél inn á milli en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
So, our new players. This is haglél. Welcome! #pepsideildin pic.twitter.com/aefHnAPnIE
— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) May 6, 2018