Lokaumferðin í ensku Championship deildinni fór fram í dag og var henni að ljúka núna rétt í þessu.
Cardiff gerði markalaust jafntefli við Reading þar sem Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði gestanna en var skipt af velli 70. mínútu.
Fulham tapaði 1-3 fyrir Birmingham sem þýðir að Cardiff verður í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Hörður Björgvin Magnússon kom inná á 46. mínútu í 2-3 tapi Bristol gegn Sheffield United en Bristol endar í ellefta sæti deildarinnar.
Aston Villa tapaði svo 0-1 fyrir Millwall en það kom ekki að sök og hafnar liðið í fjórða sæti deildarinnar og mætir Middlesbrough í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.