David Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United og Real Madrid varð 43 ára þann 2. maí síðastliðinn.
Beckham lagði skóna á hillina árið 2013 en hefur þrátt fyrir það haldið sér í sviðsljósinu, meðal annars sem fyrirsæta.
Hann hélt upp á stóra daginn með því að fara með fjölskyldu sinni og vinum út að borða.
Sonur hans, Brooklyn Beckham býr í Bandaríkjunum en Beckham fjölskyldan býr á Englandi.
Brooklyn mætti óvænt í afmælisveislu föður síns og átti Beckham eldri erfitt með að halda aftur af tárunum.
Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
David Beckham’s reaction to son Brooklyn surprising him with a visit for his birthday is pure joy ? pic.twitter.com/qYlkVmHzCL
— Dionne Grant (@DionneGrant) May 3, 2018