Brighton tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.
Það var Pascal Gross sem skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu og lokatölur því 1-0 fyrir Brighton.
Jose Mourinho, stjóri United var svekktur út í sína menn eftir leikinn.
„Þetta var ekki nægilega gott. Leikmennirnir sem komu inn í dag stóðu sig ekki og þegar leikmennirnir eru ekki að spila vel er erfitt fyrir liðið að ná í úrslit,“ sagði sjtórinn.
„Kannski munið þið ekki spyrja mig núna af hverju A, B og C spila ekki. Ég vissi hvernig leikurinn myndi þróast en samt sem áður gerðist þetta. Þeir vildu þetta meira, frá fyrstu mínútu. Ég vildi fá fleiri stig, kannski er leikmönnunum alveg sama.“
„Ég er vonsvikinn. Ég hélt að það að fá að byrja leikinn myndi kveikja í þeim og að þeir myndu sýna mér eitthvað. Þið hafið svarið ykkar núna um það af hverju Lukaku er alltaf í byrjunarliðinu,“ sagði hann að lokum.