Atletico Madrid tekur á móti Arsenal í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld klukkan 19:05 og eru byrjunarliðin klár.
Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli þar sem að Alexandre Lacazette skoraði mark Arsenal í leiknum.
Það var svo Antoine Griezmann sem jafnaði metin fyrir Atletico Madrid í síðari hálfleik og lokatölur því 1-1.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Atletico Madrid: Oblak, Thomas, Gimenez, Godin, Lucas Hernandez, Saul, Koke, Gabi, Vitolo, Griezmann, Diego Costa
Arsenal: Ospina, Bellerin, Koscielny, Mustafi, Monreal, Ramsey, Wilshere, Xhaka, Ozil, Lacazette, Welbeck