fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Arsene Wenger: Fannst við gera nóg til þess að fara áfram

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. maí 2018 22:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atletico Madrid tók á móti Arsenal í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.

Það var Diego Costa sem skoraði eina mark leiksins á 45. mínútu og lokatölur því 1-0 fyrir Atletico Madrid.

Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli sem þýðir að Atletico Madrid fer áfram í úrslitaleikinn en Arsenal er úr leik.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal var svekktur með að tapa leiknum í kvöld.

„Þetta var svipað og fyrri leikurinn. Við vorum að koma okkur í góðar sóknarstöður en vorum ekki nógu beittir fyrir framan markið,“ sagði Wenger.

„Við vorum að spila gegn góðu liði og ég óska þeim alls hins besta í úrslitaleiknum en mér fannst við gera nóg til þess að fara áfram. Það voru nokkur mikilvæg augnablik í báðum leikjunum þar sem við stóðum okkur ekki nægilega vel og það varð okkur að falli.“

„Mér fannst við spila vel og það var ekkert að gerast þegar að þeir skora eftir skyndisókn. Þeir komu hræddir inn í leikinn, hræddir um að við myndum skora en þegar að þeir skora þá vörðust þeir vel og það kom meiri ró í þeirra leik.“

„Við töpuðum boltanum á hættulegum stað og það varð okkur einfaldlega að falli í kvöld,“ sagði Wenger að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir efnilegir lánaðir frá City

Tveir efnilegir lánaðir frá City
433Sport
Í gær

Sagði takk en nei takk við gylliboði frá Sádí

Sagði takk en nei takk við gylliboði frá Sádí
433Sport
Í gær

Sorg í knattspyrnuheiminum – Tveir látnir eftir bílslys

Sorg í knattspyrnuheiminum – Tveir látnir eftir bílslys
433Sport
Í gær

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“

Segir að stuðningsmenn Víkinga þurfi að gæta sín í Kaupmannahöfn – „Þeir voru ansi niðurlútir og skömmuðust sín“
433Sport
Í gær

Áfall í baráttunni um Grealish

Áfall í baráttunni um Grealish
433Sport
Í gær

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði