Roma tók á móti Liverpool í síðari lek liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 4-2 sigri heimamanna.
Sadio Mane og Gini Wijnaldum skoruðu fyrir Liverpool í fyrri hálfleik og James Milner varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því 1-2 í leikhléi.
Edin Dzeko og tvö mörk frá Radja Nainggolan tryggðu hins vegar Roma 4-2 sigur en það dugði ekki til þar sem að Liverpool vann fyrri leikinn 5-2 og er því komið áfram í úrslit keppninnar.
Liðið spilaði síðast til úrslita í Meistaradeildinni árið 2006 og því var að vonum mikil stemning í klefanum hjá Liverpool í leikslok.
Mynd af þessu má sjá hér fyrir neðan.