Roma 4 – 2 Liverpool
0-1 Sadio Mane (9′)
1-1 James Milner (sjálfsmark 15′)
1-2 Georginio Wijnaldum (25′)
2-2 Edin Dzeko (52′)
3-2 Radja Nainggolan (86′)
4-2 Radja Nainggolan (93′)
Roma tók á móti Liverpool í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 4-2 sigri Roma.
Sadio Mane kom Liverpool yfir snemma leiks en James Milner varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark, sex mínútum síðar og staðan því orðin 1-1.
Gini Wijnaldum kom Liverpool svo aftur yfir á 25. mínútu eftir vandræðagang í vörn heimamanna og staðan því 2-1 í leikhléi.
Edin Dzeko jafnaði metin fyrir Roma með skoti innan teigs á 52. mínútu og það var svo Radja Nainggolan sem skoraði sigurmark leiksins á 86. mínútu með frábæru skoti, vel fyrir utan teig.
Nainggolan var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma þegar hann skoraði úr vítaspyrnu en lengra komust þeir ekki og lokatölur því 4-2 fyrir Roma.
Fyrri leik liðanna lauk með 5-2 sigri Liverpool og enska liðið vinnur því viðureignina, samanlagt 7-6 og er komið áfram í úrslitaleikinn þar sem liðið mætir Real Madrid þann 26. maí næstkomandi.