fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433Sport

Real Madrid í úrslit Meistaradeildarinnar eftir jafntefli gegn Bayern Munich

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. maí 2018 20:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid 2 – 2 Bayern Munich
0-1 Joshua Kimmich (3′)
1-1 Karim Benzema (11′)
2-1 Karim Benzema (46′)
2-2 James Rodriguez (63′)

Real Madrid tók á móti Bayern Munich í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Joshua Kimmich kom gestunum yfir strax 3. mínútu en Karim Benzema jafnaði metin fyrir Real Madrid, átta mínútum síðar.

Bæjarar pressuðu heimamenn stíft allan fyrri hálfleikinn og fengu nokkur góð færi en tókst ekki að skora og staðan því 1-1 í leikhléi.

Á 46. mínútu gerði Sven Ulreich, markmaður gestanna sig sekan um skelfileg mistök þegar hann ætlaði að hreinsa frá marki.

Hann hitti ekki boltann, rann á rassinn og Karim Benzema þurfti bara að rúlla boltanum yfir línuna, sem og hann gerði og staðan því orðin 2-1 fyrir Real Madrid.

James Rodriguez, sóknarmaður Bayern Munich jafnaði hins vegar metin fyrir Bæjara á 63. mínútu og opnaði einvígið upp á gátt.

Gestirnir reyndu allt sem þeir gátu til þess að skora þriðja markið en heimamenn vörðust vel og lokatölur því 2-2 í hörkuleik.

Fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Real Madrid og Real vinnur því viðureignina, samanlagt 4-3 og er spænska liðið því komið í úrslit keppninnar, þriðja árið í röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn
433Sport
Í gær

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Í gær

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
433Sport
Í gær

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Í gær

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð