Beitir Ólafsson markvörður KR er ekki tæknivæddur eins og flestir af hans liðsfélögum. Hann vill frekar ljósritað blað heldur en mynd í síma sinn.
KR-ingar fengu plan sitt fyrir maí mánuð í gær og vildi flestir KR-ingar fá það í síma sinn.
Beitir vildi hins vegar ljósritað blað og fór í það að taka afrit af planinu sem Rúnar Kristinsson hafði smíðað.
,,Beitir Ólafsson, fulltrúi gamla skólans. Neitaði að taka mynd af mánaðarplaninu með símanum, vildi frekar ljósrita copy til að taka með heim,“ segir Atli Sigurjónsson leikmaður KR við mynd á Twitter.
Beitir var hættur í fótbolta en síðasta sumar snéri hann aftur þegar KR vantaði markvörð, hann hefur síðan eignað sér stöðuna.