fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433Sport

Gunnar Nelson og Aron Einar skiptast á kveðjum: „Getum pantað hjólastól á okkur fyrir framtíðina“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. maí 2018 21:44

Gunnar Nelson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Nelson og Aron Einar Gunnarsson eru án efa í hópi allra vinsælustu íþróttamanna þjóðarinnar. Þó þeir stundi sitthvora íþróttina ríkir greinilega mikil virðing á milli þessara tveggja heiðursmanna, að minnsta kosti ef marka má baráttukveðjur sem þeir köstuðu á milli sín á Twitter í dag.

Báðir eru þeir Gunnar og Aron meiddir; Gunnar meiddist á hné um síðustu helgi og af þeim sökum var bardaga hans gegn Neil Magny, sem fara átti fram í Liverpool í lok maí, aflýst. Aron Einar meiddist einnig um liðna helgi, á ökkla og hné, og gekkst hann undir aðgerð.

Aron sagði á Twitter-síðu sinni í dag að aðgerðin hefði heppnast vel en mikil vinna væri framundan.

Gunnar Nelson sendi landsliðsfyrirliðanum baráttukveðjur og sagði: „Góðan bata kafteinn. Hlakka til að sjá þig á HM í Rússlandi. Ef þú vilt kíkja í kaffi þá er ég heima líka með fótinn uppí loftið.“

Aron var greinilega ánægður með kveðjuna og svaraði í kjölfarið: „Takk fyrir kærlega, góðan bata sömuleiðis eg kem í kaffi, getum pantað hjólastól á okkur fyrir framtiðina.“

Gunnar svaraði þá að bragði: „Haha hljómar vel, ég er pro á hjólastól #wheelies

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn
433Sport
Í gær

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Í gær

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
433Sport
Í gær

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Í gær

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð