Það grín og ekki grín hefur gengið lengi um að Gylfi Þór Sigurðsson sé Bliki, þessu halda margir Blikar fram.
Í þættinum, Draumurinn um HM sem Edda Sif Pálsdóttir hefur gert á RÚV var rætt um þetta.
Blikarnir, Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason ræddu um það að Gylfi væri Blika.
Síðar í þættinum var rætt við Gylfa sem lék með Breiðabliki í nokkur ár, áður en hann hélt í atvinnumennsku. Hann er hins vegar uppalinn, FH-ingur.
,,Í fyrsta lagi þá er ég FH-ingur og hef alltaf verið,“ sagði Gylfi um þetta. Taugar Gylfa eru í Krikanum.
Í þættinum kom einnig fram að Gylfi efaðist um að að ljúka ferlinum á Íslandi.