Íþróttadeildir ÍBV fengu veglega gjöf í gær þegar Beddi og Dúlla eins og þau eru kölluð færðu deildum félagsins gjöf.
Karla og kvennadeild í fótbolta og sömuleiðis í handbolta fengu 2,5 milljónir í gjöf frá þeim hjónum.
Samtals 10 milljónir króna sem gefur sér vel fyrir félagið.
Af Facebook síðu ÍBV:
Deildir félagsins fengu ómetanlega gjöf i kvöld í frábæru afmæli hjá þeim heiðurshjónum Bedda og Dúllu.
Það þurfa allir eyjamenn að þakka þeim við næsta tækifæri.
Kæra fjölskylda takk fyrir okkur þið snertuð viðkvæma strengi í ÍBV hjörtum í kvöld.
Áfram ÍBV