Það fer fram stórleikur á Old Trafford í dag er Manchester United fær lið Arsenal í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.
Margir lykilmenn Arsenal byrja ekki í dag en nefna má nöfn á borð við Laurent Koscielny, Aaron Ramsey og Mesut Özil.
Arsenal spilar við Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í næstu viku og hvílir mikilvæga menn.
Hér má sjá byrjunarlið dagsins.
Man United: De Gea, Valencia, Lindelof, Smalling, Young, Herrera, Matic, Pogba, Lingard, Lukaku, Alexis.
Arsenal: Ospina, Bellerin, Chambers, Mavropanos, Kolasinac, Xhaka, Maitland-Niles, Iwobi, Nelson, Mkhitaryan, Aubameyang.