Sveinn Aron Guðjohnsen var í miklu stuði fyrir lið Breiðabliks í dag sem mætti ÍBV í Pepsi-deild karla.
Veislan hélt áfram í dag en tveir leikir voru að klárast. Umferðin hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum.
Sveinn Aron gerði tvö mörk í 4-1 sigri Blika en þeir Gísli Eyjólfsson og Willum Þór Þórsson bættu við tveimur seint í leiknum.
FH byrjar þá mótið á sigri en Steven Lennon sá um að tryggja liðinu stigin þrjú gegn Grindavík.
Hér má sjá úrslit og markaskorara dagsins.
Breiðablik 4-1 ÍBV
1-0 Sveinn Aron Guðjohnsen(42′)
1-1 Kaj Leo í Bartolsstovu(48′)
2-1 Sveinn Aron Guðjohnsen(62′)
3-1 Gísli Eyjólfsson(86′)
4-1 Willum Þór Þórsson(90′)
Grindavík 0-1 FH
0-1 Steven Lennon(34′)