Pepsi-deild karla hófst í kvöld með tveimur leikjum en fyrsta umferð klárast svo á morgun er fjórir leikir fara fram.
Íslandsmeistarar Vals byrja sumarið á sigri en liðið fékk KR í heimsókn á Hlíðarenda.
Stál í stál á Origo vellinum lengi vel en Dion Acoff kom Valsmönnum yfir á 69. mínútu leiksins í síðari hálfleik.
Það leit út fyrir að það yrði nóg en í blálokin þá skoraði Pálmi Rafn Pálmason fyrir gestina í svarthvítu og staðan orðin 1-1.
Á einhvern ótrúlegan hátt náði Valur svo að komast yfir aftur í uppbótartíma er fyrrum framherji KR, Tobias Thomsen skoraði og lokastaðan 2-1 í ótrúlegum leik.
Það leit þá allt út fyrir að Stjarnan myndi byrja sumarið á sigri er liðið fékk nýliða Keflavíkur í heimsókn.
Hilmar Árni Halldórsson gerði tvö mörk fyrir Stjörnuna með stuttu millibili seint í leiknum og heimamenn í góðri stöðu.
Keflvíkingar gáfust hins vegar ekki upp og náðu á ótrúlegan hátt að jafna leikinn í 2-2 undir lokin.
Ísak Óli Ólafsson lagaði fyrst stöðuna fyrir gestina áður en Frans Elvarsson jafnaði metin og lokastaðan 2-2.
Valur 2-1 KR
1-0 Dion Acoff(69′)
1-1 Pálmi Rafn Pálmason(91′)
2-1 Tobias Thomsen(94′)
Stjarnan 2-2 Keflavík
1-0 Hilmar Árni Halldórsson(79′)
2-0 Hilmar Árni Halldórsson(83′)
2-1 Ísak Óli Ólafsson(85′)
2-2 Frans Elvarsson(88′)