Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, gat brosað í kvöld eftir dramatískan 2-1 sigur á KR á Hlíðarenda.
,,Er ekki vel við hæfi að byrja Íslandsmótið á svona leik? Þetta var hörkuleikur og skemmtun fyrir mannfjöldann sem mætti í dag,“ sagði Haukur.
,,Ég er enn að átta mig á hvað skeði. Ég var drullusvekktur að fá mark á sig í uppbótartíma en það næsta sem skeður þá er boltinn inni hjá KR-ingum og við fögnum sigri.“
,,Við hefðum mátt hækka tempóið meira. Helsti neikvæði punkturinn er að við hefðum getað rúllað boltanum hraðar.“
Tobias Thomsen, fyrrum leikmaður KR, skoraði sigurmark Vals í kvöld og reif sig úr að ofan í fögnuðinum.
,,Tobias reif sig úr treyjunni og fékk spjald. Hann var í einhverjum innan undir bol hann hefði átt að vera á kassanum ef hann ætlar að gera þetta! Tilgangslaust spjald!“
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=mTPtp1OmejQ]