Við birtum í dag grein um laun Heimis Hallgrímssonar samkvæmt sænska blaðinu Aftonbladet.
Þar var Heimir sagður vera með 7 milljónir króna á mánuði sem er langt frá raunveruleikanum.
Heimir var samkvæmt síðasti tekjublaði hér heima með 1,2 milljónir á mánuði. Sem er nær raunveruleikanum.
Þarna munar því 5,8 milljónum á mánuði miðað við frásögn Svíanna. Heimir hefur unnið magnað starf með íslenska landsliðið í mörg ár, hann stýrir liðinu á HM í sumar.
Laun í íslenskum fótbolta munu þó seint ná því að verða í kringum 7 milljónir á mánuði eins og Aftonbladet segir.
433.is biðst afsökunar á því að hafa farið fram með þessa frétt sem enginn fótur er fyrir.