fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Jurgen Klopp: Ég verð ánægðari og jákvæðari á morgun

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 21:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti Roma í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 5-2 sigri heimamanna.

Það voru þeir Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino sem skoruðu mörk heimamanna í kvöld en Edin Dzeko og Diego Perotti skoruðu mörkin fyrir Rómverja.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld en ósáttur með að fá á sig tvö mörk undir lok leiksins.

„Við vorum fullkomnir í 80. mínútur. Við gerðum ein mistök, varnarlega og vítaspyrnan sem þeir fá var aldrei vítaspyrna,“ sagði Klopp.

„Staðan er 5-2 í einvíginu, ég hefði að sjálfsögðu verið sáttur með 5-0 eða 5-1 en 5-2 eru frábær úrslit. Núna förum við til Ítalíu og leggjum allt í sölurnar.“

„Við vorum að taka frábær hlaup í kvöld og það breytti þessu leik. Þeir réðu illa við okkur, við skoruðum frábær mörk og hefðum átt að skora fleiri. Það var margt jákvætt í okkar leik en ég er ekkert sérstaklega jákvæður núna því við fáum á okkur tvö ódýr mörk.“

„Ég verð betri og jákvæðari á morgun og þetta eru miklu betri úrslit en hægt var að búast við, fyrir leikinn,“ sagði stjórinn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“