fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Grétar Guðjohnsen á óskalista FH – ,,Það eru fleiri lið í deildinni en Valur“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 12:59

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Maður er ekkert alveg búinn að slípa liðið 100 prósent, það er alltaf þannig að manni finnst alltaf að það sé eitthvað sem þurfi að gera aðeins meira,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH í samtali við 433.is.

Nú eru fjórir dagar í FH hefji leik í Pepsi deild karla en liðið hefur leik á laugardag gegn Grindavík á útivelli. Ólafur tók við liðinu síðasta haust og er að smíða nýtt lið.

Miklar breytingar hafa verið á liði FH og er viðbúið að það geti tekið einhverja leiki í upphafi móts til að slípa liðið saman.

,,Ef maður kíkir á það sem eru kallaðir undirliggjandi þættir, sem leiða til úrslita. Úrslitin hafa ekki verið að detta með okkur, spilamennskan hefur verið að lagast. Það voru hlutir sem ég vildi laga, þeir eru komnir í betra horf. Við erum að skapa fleiri færi.“

Ólafur hefur styrkt lið FH talsvert, fleiri hafa komið en farið. Hefur hann lokað hópnum?

,,Leikmannahópar eru þannig að þeim er aldrei fulllokað, það er ekki fyrr en glugginn lokar. Ég var að spjalla við Rúnar Kristinsson áðan og mér skilst að Grétar Guðjohnsen sé að verða samningslaus í haust, við erum að þreifa fyrir okkur með hann.“

Grétar Guðjohnsen er karakter sem er í herferð Pepsi deildarinnar. Rúnar um Grétar Guðjohnsen – Án bolta er hann mjög góður

Viðtalið við Ólaf er í heild hér að neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=1mGHeFHYlWQ&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“