WBA tók á móti Liverpool í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Liverpool komst í 2-0 í leiknum með mörkum frá þeim Danny Ings og Mohamed Salah en þeir Jake Livermore og Salomon Rondon jöfnuðu metin fyrir WBA í síðari hálfleik og lokatölur því 2-2 í hörkuleik.
Í síðari hálfleik átti sér stað undarlegt atvik þegar Ahmed Hegazy, varnarmaður WBA kýldi Danny Ings, framherja Liverpool í magann.
Hann ákvað hins vegar að dæma aukaspyrnu á Liverpool en margir hafa undrað sig á ákvörðun dómarans að reka ekki Hegazy af velli.
Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.
Ahmed Hegazi pulled Ings to the floor, punched him, and then West Brom got the free-kick. Sums up English refereeing. pic.twitter.com/5F7PgegjDv
— Mootaz Chehade (@MHChehade) April 21, 2018