Manchester United og Tottenham mættust í undanúrslitum FA-bikarsins í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri United.
Dele Alli kom Tottenham yfir snemma leiks en Alexis Sanchez jafnaði metin fyrir United og staðan því 1-1 í hálfleik.
Það var svo Ander Herrera sem skoraði sigurmark leiksins á 62. mínútu og United fer því áfram í úrslit keppninnar en Tottenham er úr leik.
Einkunnir úr leiknum frá Sky Sports má sjá hér fyrir neðan.
United: De Gea (7), Valencia (6), Jones (6), Smalling (7), Young (6), Matic (6), Herrera (8), Pogba (7), Lingard (7), Sanchez (8), Lukaku (7).
Varamenn: Darmian (5), Rashford (5).
Tottenham: Vorm (5), Trippier (5), Sanchez (6), Vertonghen (6), Davies (6), Dier (5), Dembele (5), Eriksen (6), Alli (6), Son (5), Kane (5).
Varamenn: Wanyama (5), Moura (5).